Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góður árangur í innheimtu í Vogum
Mánudagur 23. maí 2016 kl. 16:46

Góður árangur í innheimtu í Vogum

Innheimta opinberra gjalda á vegum Sveitarfélagsins Voga gengur vel. Nú liggur fyrir að aukning var á greiðsluhraða út frá fjölda krafna milli áranna 2014 og 2015. Hlutfall greidds höfuðstóls hækkaði jafnframt á milli ára, og meira en hjá meðalsveitarfélaginu.

Fjöldi innsendra mála í s.k. milliinnheimtu hefur dregist saman um 39,2% frá árinu 2013, og fjöldi innsendra kennitalna einstaklinga hefur fækkað um 26,3% frá árinu 2013. Af þessari þróun má draga þá ályktun að fjárhagsstaða hafi almennt batnað hjá íbúum sveitarfélagsins, sem er sérstakt fagnaðarefni, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í fréttabréfi sem hann heldur úti í Sveiarfélaginu Vogum.

„Þessum árangri er einnig að þakka vönduðum og faglegum vinnubrögðum við innheimtuna, þar sem leiðarstefið er að mæta öllum greiðendum með góðar lausnir að markmiði,“ segir Ásgeir jafnframt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024