Góður árangur Háaleitisskóla í lestri
Nemendur í 2. bekk Háaleitisskóla á Ásbrú fengu hæstu einkunn á Læsis-prófi sem nýverið fór fram í skólum á Suðurnesjum . Um er að ræða samræmt könnunarpróf sem ætlað er að varpa ljósi á stöðu nemenda í lestri.
Þess má einnig geta að síðastliðið haust skilaði Háaleitisskóli mjög góðum niðurstöðum á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk.
Allir kennarar skólans eru háskólamenntaðir en eins og greint var frá fyrir skemmstu hefur réttindakennurum við grunnskóla Reykjanesbæjar fjölgað úr 70% í 95% á síðustu sex árum.
Mynd: Frá árshátíð Heiðarskóla á dögunum.