Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Góður afli hjá línubátum Þorbjörns Fiskaness
Föstudagur 1. apríl 2005 kl. 09:42

Góður afli hjá línubátum Þorbjörns Fiskaness

Afli fimm línuskipa Þorbjarnar Fiskaness hf. hefur verið með ágætum undanfarnar vikur.
Heildarafli þeirra frá áramótum og fram að páskum er um 3.400 tonn og hefur fiskurinn  verð vænn og vel haldinn að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Þá hefur samsetning aflans verið hagstæð fyrir vinnslur fyrirtækisins.
Þorskurinn hefur að mestu verið verkaður í saltfiskflök, ýsan flökuð og flutt fersk á markað erlendis en aðrar tegundir seldar á fiskmarkaði. Verð á því sem selt hefur verið á innlendum fiskmarkaði hefur verið mjög lágt að undanförnu (sbr. töflu) um meðalverð eftir tegundum síðustu fimm ára.

 


 

Tegund:  2001 2002 2003 2004 2005
Ýsa 194 239 154 112 104
Keila 77 108 93 51 50
Langa 122 168 146 84  84

 

Af vef Þorbjarnar Fiskaness

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024