Góður afli hjá línubátum
Góður afli var hjá flestum línubátum í Grindavík á mánudaginn og voru margir að fá yfir tíu tonn á lögnina. Mestur aflinn var hjá bátum með beitningavél en þeir fiska yfirleitt betur en bátar með hefðbundna línu. Strákarnir á Óla á Stað GK 99 lönduðu upp úr bátnum
13,5 tonnum, mestmegnis þorski. Báturinn er skráður 14,9 tonn að stærð þannig að óhætt er að tala um fullfermi hjá Rafni Arnarsyni skipsstjóra og áhöfn hans.
Mynd: Það var létt yfir skipsverjum á Óla á Stað á mánudaginn enda fiskur í öllum skúmaskotum um borð.
VF-mynd: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson.