Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góðir gestir í Samkaupum
Fimmtudagur 2. desember 2004 kl. 16:25

Góðir gestir í Samkaupum

Poppland á Rás2 sendi út frá Samkaupum í Reykjanesbæ í dag.

Dagskrárgerðarmennirnir Freyr Eyjólfsson og Guðni Már Henningsson sátu við hljóðnemann og fengu góða gesti, þar á meðal hafnfirsku hljómsveitina Úlpu og  vaska hljóðfæraleikara úr Sandgerði sem hafa m.a. staðið fyrir Aftan-festival skemmtunum að undanförnu.

Létu gestir verslunarinnar sér vel líka og stöldruðu við til að hlýða á þýða tóna áður en þeir renndu upp að afgreiðslukössunum.
VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024