Góði Guð, hvað er að gerast?
– Óstöðugt loft yfir Reykjanesskaganum og samfélagsmiðlar loga
Eitthvað hefur loftið yfir Reykjanesskaganum verið óstöðugt tvo síðustu morgna. Kröftugar þrumur hafa hrakið fjölmarga áfætur og þeir sem voru komnir á fætur helltu yfir sig morgunkaffinu.
„Góði Guð, hvað er að gerast?“ skrifar íbúi í Garðinum á fésbókarsíðuna sína í morgun og lýsir bæði þrumunni og þvílíkum eldingum. Íbúi í Sandgerði segir húsið sitt hafa nötrað í látunum og í Innri Njarðvík má sjá stöðufærslu frá íbúa sem segir eldinguna hafa lýst allt upp og svo hafi allt nötrað í framhaldinu.
Á vef Veðurstofu Íslands má sjá að Reykjanesskaginn er „eldrauður“, þ.e. að þar hafi verið eldingar á þessum sólarhring. Þá má sjá á kortinu að líflegt hefur verið suður af landinu síðustu daga.