Góðar sögur af Reykjanesi tilnefndar til verðlauna
Ímyndarátakið Reykjanes – við höfum góða sögu að segja hefur verið tilnefnt til Árunnar sem eru árangursverðlaun ÍMARK, íslensks markaðsfólks en þeim er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri.
Góðar sögur er samstarfsverkefnið sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja en það er leitt af Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Framkvæmd er í höndum HN - Markaðssamskipta.