Góðar horfur á gamlárskvöld
Kl. 9 var breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skúrir eða él voru víða norðan- og vestanlands, en annars léttskýjað. Svalast var eins stigs frost fyrir norðan, en hlýjast 6 stiga hiti á Dalatanga.
Yfirlit
Á Grænlandshafi er 959 mb lægð, sem þokast suður og síðar austur og grynnist, en á milli Jan Mayen og Noregs er önnur álíka lægð, sem hreyfist lítið.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Breytileg eða norðlæg átt, 3-8 m/s og dálítil slydda eða snjókoma norðanlands, bjartviðri suðaustan til, en annars stöku él. Hæg norðlæg átt á morgun með lítilsháttar snjókomu fyrir norðan, en annars bjartviðri. Kólnar í veðri og frost víða 0 til 5 stig á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Hægviðri og stöku skúrir eða él, en bjartviðri á morgun. Kólnandi veður og frost víða 0 til 5 stig í nótt og á morgun.
Yfirlit
Á Grænlandshafi er 959 mb lægð, sem þokast suður og síðar austur og grynnist, en á milli Jan Mayen og Noregs er önnur álíka lægð, sem hreyfist lítið.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Breytileg eða norðlæg átt, 3-8 m/s og dálítil slydda eða snjókoma norðanlands, bjartviðri suðaustan til, en annars stöku él. Hæg norðlæg átt á morgun með lítilsháttar snjókomu fyrir norðan, en annars bjartviðri. Kólnar í veðri og frost víða 0 til 5 stig á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Hægviðri og stöku skúrir eða él, en bjartviðri á morgun. Kólnandi veður og frost víða 0 til 5 stig í nótt og á morgun.