Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góðar gjafir til HSS
Mánudagur 12. júní 2006 kl. 17:30

Góðar gjafir til HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru í dag færðar gjafir frá þremur aðilum. Kvenfélag Keflavíkur gaf smásjá með ljósgjafa. Um er að ræða vandað tæki sem nýtist í margvíslegum tilgangi við skoðun og rannsóknir. Þá gaf Matarlyst Skjólahjúkrun fé til tölvukaupa. Matarlyst lætur sig varða skólamál frá ýmsum hliðum en eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið skólamáltíðir fyrir grunnskólana. Að lokum gaf Krabbameinsfélag Suðurnesja fullkomna lyfjadælu sem var afhent fyrir nokkru og hefur reynst ákaflega vel.

Mynd: Frá afhendingu gjafanna á HSS í dag. Ljósm: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024