Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góð veiði hjá netabátunum
Föstudagur 1. október 2010 kl. 08:57

Góð veiði hjá netabátunum


Nokkuð góð netaveiði hefur verið hjá Suðurnesjabátunum undanfarið. Grímsnes GK úr Grindavík landaði 78 tonnum úr fjórum róðrum, mest 19 tonn í einum róðri og er efstur á lista Aflafrétta yfir aflahæstu netabátana í september.
Maron GK hefur landað í Njarðvík en hann var með 78 tonn í 16 róðrum í september og er fjórði aflahæsti netabáturinn. Þá var Happasæll KE með tæpt 21 tonn en hann hefur landað í Keflavík og Sandgerði. Marta Ágústsdóttir GK var með rúm 20 tonn en báturinn landar í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024