Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 7. júlí 2003 kl. 10:19

Góð þjónusta hjá Sparisjóðnum

Sá sem varð fyrir því að gleyma að taka 25.000 kr. úr hraðbankanum og varð var við að peningarnir voru farnir þegar hann fór síðar að vitja þeirra, óskaði eftir að eftirfarandi kæmi fram. Þegar haft var samband við þjónustuaðila hraðbankans í Sparisjóðnum kom í ljós að í hraðbankanum er innbyggt öryggi. Ef peningarnir eru ekki teknir innan ákveðins tíma „étur“ bankinn þá aftur. Strax var hafist handa við að leita að umræddri færslu, því úttektartími kom fram á kvittuninni og sást þá að peningarnir höfðu ekki verið teknir úr hraðbankanum. Úttektin var því bakfærð á viðkomandi reikning aftur þannig að ekki var um neitt tjón að ræða.Þetta er frábært öryggi. Jafnframt var leyst úr þessum vanda á öruggan og fljótan hátt. Þetta er enn eitt dæmið um góða þjónustu og vill sá sem fyrir þessu varð nota tækifærið og þakka Sólveigu Jónsdóttur þjónustufulltrúa hraðbankans í Sparisjóðnum fyrir frábært starf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024