Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góð þátttaka í umhverfisviku í Sandgerði
Mynd Sandgerdi.is
Fimmtudagur 16. maí 2013 kl. 09:36

Góð þátttaka í umhverfisviku í Sandgerði

Nýlega var haldin umhverfisvika í Sandgerði í tengslum við dag umhverfisins 25. apríl sl. Íbúar bæjarins voru hvattir til að hreinsa rusl og snyrta umhverfið og voru viðbrögð mjög góð. Gámar voru staðsettir við áhaldahús í lok vikunnar þar sem tekið var við rusli án endurgjalds og voru gámarnir fljótir að fyllast og gott betur en það. Einnig hirtu starfsmenn áhaldahúss og Blái herinn garðaúrgang og rusl við lóðarmörk. Frá þessu er greint á heimasíðu Sandgerðisbæjar.


Grunnskólinn og leikskólinn tóku þátt í umhverfisvikunni með umhverfismennt og útiveru. Nemendur grunnskóla og leikskólabörn tóku líka virkan þátt í að hreinsa bæinn. Boðið var upp á fyrirlestra í Vörðunni. Dr. Halldór Pálmar Halldórsson frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands í Sandgerði fjallaði um áhrif mengandi efna í sjó, dr. Gunnar Þór Hallgrímsson frá Náttúrustofu Suðvesturlands hélt erindi um fuglalíf og Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir frá umhverfisráði var með fræðslu um heimajarðgerð og fleira sem viðkemur garðrækt. Boðið var upp á súpu og kaffi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024