Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góð þátttaka í stærðfræðikeppni grunnskólanna í FS
Miðvikudagur 1. apríl 2009 kl. 18:48

Góð þátttaka í stærðfræðikeppni grunnskólanna í FS

Stærðfræðikeppni grunnskólanema  var haldin í FS 17. mars  sl. og var það 11. sinn sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja heldur stærðfræðikeppni grunnskólanema.
Að þessu sinni tóku 114 nemendur þátt í keppninni, 1 úr Akurskóla, 16 úr Grunnskóla Grindavíkur, 6 úr Gerðaskóla, 14 úr Grunnskólanum í Sandgerði, 20 úr Heiðarskóla, 35 úr Holtaskóla, 9 úr Myllubakkaskóla, 9 úr Njarðvíkurskóla og  4 úr Stóru-Vogaskóla.

Eins undanfarin ár veitti Íslandsbanki  þremur efstu í hverjum aldurshópi peningaverðlaun og Verkfræðistofa Suðurnesja gaf þremur efstu í 10. bekk grafíska reiknivél. Auk þess sem styrktaraðilarnir tóku þátt í að greiða pizzuveislu sem nemendum var boðið í fyrir keppnina.

Allir nemendur sem  voru í einhverju af 10 efstu sætunum í sínum árgangi var boðið til verðlaunaafhendingar í skólanum þriðjudaginn 31. mars ásamt foreldrum sínum og kennurum og fengu allir viðurkenningarskjal.

Fjölbrautaskólinn heldur þessa keppni til þess að auka veg stærðfræðinnar og til þess að glæða áhuga á henni og auk þess lítum við á keppnina sem lið í að auka samstarf Fjölbrautaskólans og grunnskólanna. Flestir af þeim sem keppa koma síðan til okkar sem nemendur og sumir af þeim hafa þegar hafið nám hér í FS með góðum árangri.

Úrslit voru sem hér segir:

Í  8. bekk en þar voru þátttakendur 42.
Í 6. til 11. sæti voru þessir í stafrófsröð:
Atli Marcher Pálsson Njarðvíkurskóla, , Erla Sigurjónsdóttir Heiðarskóla, Eva Lín Vilhjálmsdóttir Gerðaskóla, Hákon Ívar Ólafsson Grunnskóla Grindavíkur, Una Árnasóttir Myllubakkaskóla og Unnar Þór Benediktsson Holtaskóla.
Í 5. sæti var Baldvin Lárus Sigurbjartsson Njarðvíkurskóla
Í4. sæti var Friðrik Árnason Njarðvíkurskóla
Í 3. sæti var Alexía Rós Viktorsdóttir, Heiðarskóla
Í 2. sæti var Sara Lind Ingvarsdóttir Heiðarskóla
Í 1. sæti var Guðjón Sveinsson Grunnskóla Grindavíkur.

Í  9. bekk  en þar voru  þátttakendur  40.
Í 6. – 10. sæti voru þessir í stafrófsröð:  Aron Yngvi Nielsen Akurskóla, Eydís Sjöfn Kjærbo Grunnskólanum í Sandgerði, Lilja Ingimarsdóttir Heiðarskóla, Sævar Helgi Jóhannsson Heiðarskóla og Vilhjálmur Karl Ingþórsson Grunnskólanum í Sandgerði.
í 5. sæti var Frosti Grétarsson Grunnskóla Grindavíkur
Í 4. sæti var Birna Helga Jóhannesdóttir Holtaskóla
Í 3. sæti var Gunnar Þorsteinsson Grunnskóla Grindavíkur
í 2. sæti var Sigurjón Freyr Viktorsson Heiðarskóla
Í 1.sæti var Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir Grunnskóla Grindavíkur.

Í 10. bekk en þar voru  þátttakendur 32.
Í 6. – 10. sætu voru þessir í stafrófsröð:  Dagbjört Katrín Jónsdóttir Stóru-Vogaskóla, Elísabet M. Jensdóttir Holtaskóla, Jón Böðvarsson Njarðvíkurskóla, Jón Gunnar Sæmundsson Holtaskóla og  Soffía Klemensdóttir Heiðarskóla
Í 5. sæti var Gunnar Marel Ólafsson Grunnskóla Grindavíkur
Í 4. sæti var Sigrún Arna Hallgrímsdóttir Gerðaskóla
Í 3. sæti var Grétar Þór Sigurðsson Heiðarskóla
Í 2.sæti var Steinar Sindri Agnarsson Grunnskóla Grindavíkur
Í 1.sæti var Pétur Ágúst Berthelsen Grunnskólanum í Sandgerði.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024