Góð þátttaka í prófkjöri það sem af er degi
	Góð þátttaka hefur verið það sem af er degi í prófkjöri sjálfstæðismanna. Um klukkan hálf fjögur höfðu um 750 manns kosið í Reykjanesbæ en það er svipuð kjörsókn og í síðasta prófkjöri flokksins í kjördæminu. Kosið er til kl. 18 í dag á Nesvöllum í Reykjanesbæ, í verkalýðshúsinu í Grindavík og samkomuhúsunum bæði í Garði og Sandgerði.
	
	Mikil stemmning hefur verið á kosningamiðstöð Ragnheiðar Elínar það sem af er degi og fólk almennt bjartsýnt fyrir úrslitunum. Neðangreindar myndir voru teknar þar fyrr í dag.   
	


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				