Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góð þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins - Margrét efst og Guðbergur annar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 26. febrúar 2022 kl. 21:31

Góð þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins - Margrét efst og Guðbergur annar

Um 1300 manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem haldið var í dag. Fyrstu tölur voru birtar kl. 21 og er Margrét Sanders með góða kosningu í efsta sætið en hún var ekki með samkeppni í það. Guðbergur Reynisson er einnig nokkuð öruggur í 2. sætinu en síðan er stutt á milli frambjóenda í næstu sæti. 

Kjörstað lokaði kl. 20:00 en talningarfólk var lokað af kl. 18:00 til að hefja talningu. Klukkan 21:00 hafa verið talin 500 atkvæði eða ríflega þriðjungur af heildarfjölda atkvæða sem greidd voru í prófkjörinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan eftir 500 atkvæði af 1300:

Í 1.sæti er Margrét Ólöf A Sanders með 408 atkvæði í 1.sæti

Í 2.sæti er Guðbergur Reynisson með 325 atkvæði í 1.-2. sæti

Í 3.sæti er Helga Jóhanna Oddsdóttir með 173 atkvæði í 1.-3.sæti

Í 4.sæti er Alexander Ragnarsson með 186 atkvæði í 1.-4.sæti

Í 5.sæti er Birgitta Rún Birgisdóttir með 231 atkvæði í 1.-5. sæti

Í 6.sæti er Gígja Sigríður Guðjónsdóttir með 264 atkvæði í 1.-6.sæti

Í 7.sæti er Eyjólfur Gíslason með 251 atkvæði í 1.-6. sæti

Í 8.sæti er Anna Sigríður Jóhannesdóttir með 241 atkvæði í 1.-6.sæti.

Næstu tölur verða birtar kl. 23 í beinni útsendingu á Facebook síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Þær verða einnig á sama tíma á vf.is og Facebook-síðu VF.