Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Góð þátttaka í fjölskylduráðstefnu
Mánudagur 24. október 2005 kl. 10:40

Góð þátttaka í fjölskylduráðstefnu

Fjölskyldan í Reykjanesbæ er heiti ráðstefnu sem haldinn var í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Ráðstefnan tókst vel en á fjórða hundrað þátttakendur voru í Holtakskóla og tóku þátt í dagskránni þegar mest var.
Fjallað var um málefni fjölskyldunnar og leitaðleiða til að skapa fjölskylduvænna samfélag. Ráðstefnunni var skipt í þrjá þætti. Í fyrsta lagi var fjallað um fjölskyldur sem eru með ung börn þ.e.a.s. frá fæðingu til framhaldsskóla. Þá var fjallað um eldri fjölskyldur og í þriðja lagi var fjallað um fjölskyldur með stálpuð.
Boðið var upp á barnagæslu og Solla stirða og Halla hrekkjusvín úr Latabæ komu og skemmtu börnunum.

Nánar er fjallað um ráðstefnuna í Víkurfréttum á fimmtudaginn í máli og myndum.

VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024