Góð spá fyrir gamlársdag
Vestan 5-13 m/s, hvassast og dálítil él á annesjum norðantil, léttskýjað suðaustantil, en annars skýjað með köflum og stöku él. Lægir víða í kvöld og þykknar upp vestanlands með dálítilli slyddu í nótt. Vaxandi sunnanátt á morgun með súld vestantil á landinu, en úrkomulítið austanlands. Hiti 0 til 4 stig, en víða vægt frost í innsveitum. Hlýnar á morgun.
Faxaflói
Vestan 5-10 m/s og stöku él. Hægari og þurrt seinnipartinn. Sunnan 3-8 og dálítil slydda í nótt, en 8-13 og dálítil súld á morgun. Hiti 0 til 4 stig, en hlýnar á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vestan 5-8 m/s, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hægari seinnipartinn. Sunnan 3-8 og dálítil slydda með köflum í nótt, en 8-13 og dálítil súld á morgun. Hiti 1 til 4 stig, en hlýnar á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag (gamlársdagur):
Norðaustlæg átt, 3-10 m/s og dálítil snjómugga á N-verðu landinu, en úrkomulítið syðra. Lægir og léttir víða til seinnipartinn. Kólnandi veður og frost víða 1 til 6 stig um kvöldið.
Á laugardag (nýársdagur):
Suðaustan 8-10 m/s og slydda eða rigning með köflum á V-verðu landinu, en annars hægviðri og léttskýjað. Hiti 0 til 5 stig V-lands, en frost annars 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt og rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla A-lands. Hiti 1 til 6 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðvestlæga átt með éljum og kólnandi veðri.