Góð samvinna lögregluembætta: Fundu stolinn bíl á 20 mínútum
 Um hádegið í gær, fimmtudag, var tilkynnt að bifreið hafi verið stolið utan við bílasölu í Njarðvík seinni part dags á miðvikudag, en kom ekki í ljós fyrr,  að bifreiðin var horfin.
Um hádegið í gær, fimmtudag, var tilkynnt að bifreið hafi verið stolið utan við bílasölu í Njarðvík seinni part dags á miðvikudag, en kom ekki í ljós fyrr,  að bifreiðin var horfin. 
Lögreglan í Keflavík hafði strax samband við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar, sem kallaði út tilkynningu til allra lögreglubifreiða á Stór-Reykjavíkursvæðinu og víðar, um þjófnað á bifreiðinni.
Tuttugu mínútum síðar fundu lögreglumenn í Reykjavík bifreiðina þar sem henni var ekið um götur borgarinnar.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				