Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góð rekstrarniðurstaða þrátt fyrir hallarekstur
Mánudagur 30. mars 2009 kl. 08:51

Góð rekstrarniðurstaða þrátt fyrir hallarekstur


Þrátt fyrir halla á reglubundnum rekstri skilar ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2008 jákvæðri rekstrarniðurstöðu vegna mikilla fjármagnstekna. Þetta kom fram í máli Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra í Vogum þegar ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn nú fyrir helgi.

Róbert sagði trygga fjármálastjórn og gott samstarf við forstöðumenn stofnanna grundvöll þess að hægt væri að ná tökum á rekstri sveitarfélagsins. Mjög mikilvægt væri að halda áfram aðhaldsaðgerðum til að ná rekstri sveitarfélagsins á réttan kjöl, því óvarlegt væri að treysta á fjármagnstekjur til lengri tíma.

Helstu niðurstöður samstöðureiknings eru eftirfarandi:

Tekjur 631.328.021 kr.
Gjöld 691.852.976 kr.
Rekstrarniðurstaða f/fjármagnsliði -60.524.955 kr.
 
Fjármagnsliðir 193.346.240 kr.
 
Rekstrarniðurstaða 132.821.285 kr.
 
Eignir 2.168.936.130 kr.
 
Skuldir og skuldbindingar án fasteignaleigusamninga 641.294.000kr.
Skuldbindingar vegna fasteignaleigusamninga 1.870.958.000 kr.
 
Veltufé frá rekstri 243.740.453 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024