Góð prófkjörsþátttaka hjá Sjálfstæðismönnum
Um 400 manns höfðu greitt atkvæði í hádeginu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í dag á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Þátttaka nú sé ívið betri en í síðasta prófkjöri flokksins í Reykjanesbæ.
Kjörstaður að Nesvöllum er opinn til kl. 18 í dag og búist er við fyrstu tölum kl. 18:30. Þá gera menn sér vonir um að úrslit liggi fyrir kl. 22 í kvöld.
Fylgst verður með tölum hér á vf.is.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson