Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góð mæting á opið hús Fisktækniskólans
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 2. september 2024 kl. 17:42

Góð mæting á opið hús Fisktækniskólans

Fisktækniskóli Íslands sem hefur haft bækistöð sína í Grindavík til þessa, hefur fært starfsemina yfir í Sandgerði og var haldið opið hús á föstudaginn í hinum nýju húsakynnum skólans og var góð mæting.

Klemenz Sæmundsson er skólameistari Fisktækniskólans.

„Það var gaman að sjá hve margir mættu til að skoða nýju húsakynnin og kynna sér starfsemi skólans. Fisktækniskólinn hefur alla burði til að stækka, bæði er fiskeldi alltaf að ryðja sér meira til rúms og svo nýtist gæðastjórnunarnámið í öllum matvælaiðnaði. Marel-tækninámið er líka alltaf að verða vinsælla, allur matvælaiðnaður í dag nýtir sér tæknina og því hentar það nám mjög vel líka. Við hlökkum til vetrarins hér í Sandgerði,“ sagði Klemenz.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024