Góð jólaverslun
Kaupmenn og verslunareigendur á Suðurnesjum eru ánægðir með jólaverslunina og segja hana hafa verið mjög góða. All margir tala um aukningu frá því í fyrra. Opið er í lang flestum verslunum til kl. 22 í kvöld og í dag föstudag, til kl. 23 á Þorláksmessu og kl. 9-12 á Aðfangadag.
Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með jólakór og jólasveinum hafa haldið uppi sannkallaðri jólastemmningu í bænum í desember og munu gera það þessa síðustu daga. Hinn geðþekki Skyrgámur jólasveinn, besti vinur Suðurnesja verður á fullu á Þorláksmessu og mun gefa börnunum sælgæti. Ef veður verður gott eins og spáin gerir ráð fyrir má búast við miklu fjölmenni í og við verslanir eins og undanfarin ár.
Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með jólakór og jólasveinum hafa haldið uppi sannkallaðri jólastemmningu í bænum í desember og munu gera það þessa síðustu daga. Hinn geðþekki Skyrgámur jólasveinn, besti vinur Suðurnesja verður á fullu á Þorláksmessu og mun gefa börnunum sælgæti. Ef veður verður gott eins og spáin gerir ráð fyrir má búast við miklu fjölmenni í og við verslanir eins og undanfarin ár.