Góð gjöf til Asparinnar
Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla fékk góða heimsókn í vikunni þegar Sigvaldi Lárusson og Berglind Kristjánsdóttir, eiginkona hans, komu færandi hendi með gjafir fyrir nemendur Asparinnar.
Sigvaldi hefur verið að safna fé til að styrkja Umhyggju, félag langveikra barna bæði með Umhyggjugöngunni þegar hann gekk frá Reykjanesbæ til Hofsóss og með kótilettukvöldi sem hann hélt í nóvember sl. Einnig hefur hann notið stuðning góðra fyrirtækja.
Sigvaldi færði Öspinni flatskjá, DVD spilara, heyrnartól sem og ljós og teppi sem nýta á í skynörvunarherbergi sem starfsmenn eru að útbúa fyrir nemendur.