Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góð aflabrögð þegar gefur á sjó
Mánudagur 27. nóvember 2006 kl. 11:42

Góð aflabrögð þegar gefur á sjó

Fjöldi línubáta hefur síðustu daga sést við veiðar skammt undan landi í Sandgerði en fréttir hafa borist vænum þorski á þessum slóðum. Hafa aflabrögð verið með ágætasta móti hjá línubátunum síðustu daga en eitthvað dræmara  hefur verið hjá netabátunum.
 
Slæm tíð og langvarandi brælur hafa hamlað veiðum undanfarið en aflabrögð hafa verið góð þegar gefur á sjó,  að sögn Sigurðar Kristjánssonar, stöðvarstjóra Fiskmarkaðs Suðurnesja í Sandgerði. Framboðið hefur verið gott á línufiski og verð hefur haldist hátt, bæði á ýsu og þorski.  Sem dæmi má nefna að meðalverð á þorskkílóinu hefur verið um 240 krónur nú í nóvember samanborið við 170 krónur  í sama mánuði í fyrra. Þá hefur verð farið hækkandi á löngu og steinbít.

Mynd: Gunna Líf GK á leið til löndunar í Sandgerði um helgina. Í baksýn grillir í einn línubátinn við veiðar skammt frá landi.

 

VF-mynd:elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024