Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 25. október 2000 kl. 09:16

Góð aflabrögð í Grindavík

Aflabrögð Grindavíkurbáta í síðustu viku voru sæmileg og fengu togskip samtals um 180 tonn og var Sturla þeirra aflahæst með um 50 tonn.Auk þess landaði frystitogarinn Gnúpur 197 tonnum af frystum afurðum að verðmæti 47 milljónir króna. Tveir dragnótabátar lönduðu um 28 tonnum og var afli þeirra Sigga Bjarna og Þrastar svipaður. Tólf handfærabátar lönduðu 21 tonni og 16 línubátar lönduðu 128 tonnum. Valdimar var með mest af stóru línubátunum með 48 tonn í einni veiðiferð en Þorsteinn Gíslason var hæstur minni báta með 14.7 tonn í 3 veiðiferðum. Þá kom fyrsta síldin til Grindavíkur í vikunni þegar Oddeyrin kom með 758 tonn af síld og Vilhelm Þorsteinsson landaði 1462 tonnum af kolmunna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024