Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góð aflabrögð hjá dragnótabátum
Þriðjudagur 28. apríl 2009 kl. 08:55

Góð aflabrögð hjá dragnótabátum


Aflabrögð hjá dragnótabátunum hafa verið með miklum ágætum eftir páskastopp en margir þeirra landa í Sandgerði um þessar mundir. Einn þeirra er Örn KE en Karl Ólafsson skipstjóri segir veiðina hafa verið mjög góða.
„Við fórum í fjóra róðra eftir páska og fengum rúm 60 tonn. Tíðin hefur verið góð og fullur sjór af þorski. Það er áberandi núna í vetur hvað hann er mikið holdmeiri en áður,“ sagði Karl í samtali við VF í gærkvöldi þegar hann kom inn til löndunar í Sandgerði í gærkvöldi með drekkhlaðinn bát.  Hann segir ástandið sjónum mjög gott og vel hefði mátt koma með aðra 30 þúsund tonna kvótaaukningu eftir nýafstaðið togara- og netarall.

Samkvæmt aflalista fréttasíðunnar www.aflafréttir.com í gær var Sigurfari GK aflahæstur dragnótabátanna með 118 tonn það sem af er apríl. Hann landar í Grindavík og Þorlákshöfn. Örn KE er í öðru sæti með rúm 105 tonn eftir 9 róðra en afli gærdagsins er ekki inn í þeirri tölu.

Sjá nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
---

VFmynd/elg – Landað úr Erni KE í Sandgerði í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024