Góð aðsókn að íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar
Gestafjöldi í íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar árið 1999 var um 400 þúsund. Í sundlaugar bæjarins komu tæplega 150 þúsund gestir, og þar af um 100 þúsund gestir í Sundmiðstöðina í Keflavík. Í íþróttasalina komu alls um 250 þúsund gestir og þar af rúmlega 200 þúsund í íþróttahúsið í Keflavík.Frá árinu 1970 hafa komið alls um 900 þúsund gestir í Sundlaug Njarðvíkur en frá 1990 hafa komið um milljón gestir í Sundmiðstöðina. Samkvæmt gestafjölda í janúar og febrúar undanfarin ár má gera ráð fyrir að milljónasti gesturinn komi í Sundmiðstöðina í lok febrúar á þessu ári. Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að milljónasti gesturinn verði verðlaunaður.