Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 23. júní 2000 kl. 10:01

Go kart slegið á frest

Bæjarráð Reykjanesbæjar frestaði á fundi sínum sl. fimmtudag, að taka afstöðu til lagningar Go-kart brauta í Innri-Njarðvík. Búið var að veita framkvæmdaaðilum óformlegt leyfi fyrir byggingu akbrautanna, sem eiga að vera við brennusvæðið á mótum Njarðvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Leyfið var á sínum tíma veitt með fyrirvara um endanlegt samþykki bæjaryfirvalda og því hófu menn byggingu brautanna á eigin ábyrgð. Bæjarráð er nú með málið til frekari skoðunar. Gerðar voru mengunarmælingar á svæðinu, þ.e. á hljóð- og loftmengun. Niðurstöður mælinganna sýndu að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Go-kart brautirnar verði á umræddum stað. Einnig liggur fyrir beiðni um byggingu þjónustuhúss við brautirnar. Niðurstaða mun þó ekki fást fyrr en deiliskipulag af svæðinu er tilbúið, en það er nú í lögformlegri kynningu. Kjartan Már Kjartansson (B), varaformaður bæjarráðs, sagði að niðurstaða í málinu fengist sennilega innan fárra vikna. „Kerfið hefur sinn tíma og menn verða að virða þann tíma og sýna þolinmæði“, sagði Kjartan Már.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024