Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gnúpur vélarvana
Föstudagur 14. október 2016 kl. 10:33

Gnúpur vélarvana

Gnúpur GK-11, sem gerður er út af Þorbirni hf. í Grindavík, er nú við akkeri skammt frá Dyrhólaey vegna bilunar í skiptivél fyrir skrúfu. Frá þessu er greint á Vísi.is. Landhelgisgæslunni barst tilkynning frá skipinu um klukkan hálf tíu í morgun. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar.

27 manns eru um borð í Gnúpi. Engin hætta mun vera á ferðum og veður gott. Áætlað er að Bergey frá Vestmannaeyjum taki Gnúp í tog.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024