Föstudagur 11. júní 2010 kl. 08:25
Gnúpur með mettúr
Gnúpur GK 11 sem Þorbjörn hf. í Grindavík gerir út, landaði 950 tonnum af úthafskarfa þann 5. júní eða rétt fyrir Sjóarann síkáta og sjómannadagshelgina. Verðmæti aflans var 250 milljónir króna og er það mesta verðmæti sem skip Þorbjarnar hf hefur komið með úr einni veiðiferð en túrinn tók 27 daga.