Gluggaveður í dag
Veðurstofan spáir áframhaldandi kulda og er fer frost allt upp undir 20 stig á miðhálendinu í dag og á morgun. Þrátt fyrir kuldann lætur sólin sjá sig og úr verður fallegt gluggaveður eins og sumir myndu vilja kalla það. Fjallasýnin verður einstaklega falleg í veðri sem þessu, eins og sést á þessari mynd.