Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 29. september 2003 kl. 10:16

Gluggagægir með myndbandsupptökuvél

Á sunnudag fékk lögreglan í Keflavík tilkynningu frá íbúa í Grindavík um að íbúar í húsinu hafi orðið varir við mann sem var með myndbandsupptökuvél fyrir utan gluggann aðfararnótt sunnudagsins. Um klukkan hálf fimm varð vart við manninn og beindi hann myndbandsupptökuvélinni inn um gluggann og virtist vera að taka upp heimilislífið á myndband. Íbúar hússins sáu ekki hver var þarna á ferðinni, en maðurinn var í köflóttri skyrtu. Málið er í rannsókn og er óskað eftir vitnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024