Glórulaust að fara út í ófærðina
Mikið annríki er nú hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum þar sem í kvöld fór að hvessa með tilheyrandi skafrenningi. Mikil ófærð er víða og ekkert ferðaveður.
Ein þeirra björgunarsveita sem hefur haft í nógu að snúast er björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði. Hún hefur aðstoðað ökumenn 25 bíla í Sandgerði og á Miðnesheiði.
Á Fésbókarsíðu björgunarsveitarinnar eru myndir sem teknar eru í kvöld og sýna þær aðstæður sem eru glórulausar fyrir fólk að fara út í.