Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Glitský yfir Reykjanesbæ í morgun
Föstudagur 1. febrúar 2008 kl. 12:09

Glitský yfir Reykjanesbæ í morgun

Myndarlegt glitský sást yfir Reykjanesbæ í morgun. Glitský eru frekar fátíð en þau myndast við 70 – 90 gráðu frost í heiðhvolfinu. Sökum þess hve hátt þau eru á himni glóða þau oft löngu eftir að sól er sest. Litafegurð þeirra orsakast af ísskristöllum sem mynda þau og beygja ljósið líkt og þegar regnbogi myndast. 
Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum, eða svonefnt perlumóðurlag í perluskeljum), og eru þau því stundum nefnd perlumóðurský.

Í kuldakastinu framundan myndast kjöraðstæður fyrir glitský og norðurljós og hugsar eflaust margur ljósmyndarinn sér gott til glóðarinnar um helgina.

Myndband af skýinu er komið hér inn á vefsjónvarp VF.

Mynd. Glitský yfir Reykjanesbæ í morgun. VF-mynd: Ellert Grétarsson.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024