Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Glitnir og Listasafnið gera samstarfssamning
Föstudagur 20. október 2006 kl. 10:44

Glitnir og Listasafnið gera samstarfssamning

Glitnir og Listasafn Reykjanesbæjar hafa gert með sér samstarfssamning til næstu tveggja ára um fjárhagslegan stuðning til safnsins og verður samningur þess efnis undirritaður í dag.

Glitnir mun styrkja listasafnið um samtals 2 milljónir króna sem gerir safninu kleift að bjóða frían aðgang að sýningum þess.
Glitnir verður þannig aðal samstarfsaðili safnsins og verður ein sýning eða verkefni á ári tileinkað honum úr verkefnaskrá safnsins.
Samningurinn verður undiritaður í dag klukkan 18 og á sama tíma opnar listasafnið sýningu á verkum listamannsins Sigtryggs Bjarna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024