Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gleypti kannabisefni
Þriðjudagur 28. maí 2013 kl. 12:50

Gleypti kannabisefni

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina þrjá karlmenn eftir að upp komst að þeir hefðu fíkniefni í vörslum sínum. Þegar lögreglumenn bar að garði varð einum þeirra litið inn um glugga á húsnæðinu og sá þá að inni fyrir var einstaklingur að gleypa eitthvað. Húsráðandi heimilaði leit og fann lögregla amfetamín í frysti í bílskúr og einnig sveppamulning. Við leit í íbúðarhúsnæðinu fannst svo meira amfetamín sem einnig var geymt í frysti. Einn mannanna viðurkenndi á lögreglustöðinni að hafa gleypt gramm af kannabisefnum þegar honum varð ljóst að lögregla væri mætt.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024