Föstudagur 2. júní 2006 kl. 01:00
Gleymdist að láta börnin vita af hjólaskoðun
Lögreglumenn stóðu í ströngu í gærmorgun og skoðuðu reiðhjól hjá nemendum Sandgerðisskóla. Þá stóð til að skoða hjól barna í Njarðvíkurskóla en það gleymdist að segja börnum frá því. Það verður vonandi gert síðar í vikunni eða þeirri næstu, segir á vef lögreglunnar.