Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gleymdi gleraugunum og ók út í skurð
Þriðjudagur 8. september 2015 kl. 07:00

Gleymdi gleraugunum og ók út í skurð

Óheppinn ferðamaður sem var að aka bílaleigubíl sínum frá hóteli í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og í flug á Keflavíkurflugvelli um helgina endaði ökuferðina ofan í skurði við hótelið. Hafði hann gleymt að setja upp gleraugun fyrir aksturinn og tók beygju sem á akbrautinni var of snemma með fyrrgreindum afleiðingum.

Engum varð meint af óhappinu og skemmdir á bifreiðinni voru minni háttar.

Myndina tók Eiríkur Barkarson af bílnum úti í skurði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024