Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glerkúla yfir Voga, sól næstu viku og Þorvaldur verði bæjarstjóri
Þriðjudagur 16. september 2008 kl. 14:24

Glerkúla yfir Voga, sól næstu viku og Þorvaldur verði bæjarstjóri



Íbúar í Vogum láta sig umhverfsmál sveitarfélagins varða í sem víðustum skilningi  ef marka má þann mikla fjölda hugmynda sem bárust umhverfisnefnd sveitarfélagsins eftir að hún kom á fót sérstökum hugmyndabanka í vor.
Hugmyndirnar voru vitskuld æði misjafnar, allt eftir sýn hvers og eins. Á meðal þeirra voru margar skemmtilegar ábendingar eins og sést á meðfylgjandi sýnishorni út hugmyndabankanum.

Varðandi rusl í sveitarfélaginu bárust m.a. þessar ábendingar:

-Fá sem flesta foreldra til þess að hvetja börnin sín til að henda ekki rusli á göturnar. Og síðan væri þægilegt að hafa kaffihús í Vogunum.

-Til að halda Vogum hreinum þá getum við búið til segularusl og það seglar bara rusl.

-Að fjölga rusladöllum á staurunum og koma hinum í lag sem enn eru í gamlársdagsfríi.

-Að hætta að henda rusli.

-Að taka Lovísu ömmu Voganna sér til fyrirmyndar og hafa plastpoka í vasanum og tína upp drasl af förnum vegi. Ef allir leggjast á eitt þá verður þetta ekki neitt mál.

-Undir flokknum gróður og tré komu m.a. þessar hugmyndir:

-Tré – tré – tré – tré – tré – tré – tré– tré – tré – tré– tré – tré – tré– tré – tré – tré.

-Minna hestamenn á að hreinsa upp eftir hestana eins og hundafólkið á að gera. Hvimleitt þegar þessar dellur eru um allt.

-Fíflar og njólar eyðileggja gangstéttar og vaxa óhindrað á röskuðum svæðum einkum við göngustíga, án þess að nokkuð sé aðhafst. Hægt er að eyða þessum plöntum með HERBAMIX eins og ég hef margsagt Sverri…

-Til að minnka lofmengun bárust m.a. eftirfarandi ábendingar:

-Hætta selja reykingar.

-Reyna að fá fólk til að hætta að reykja eða reykja minna.

-Allir á hjóli.

-Að keyra ekki mikið hér í Vogum því það er svo stutt á milli hér.

-Undir flokkunum íþróttir, leiktæki, verslanir og ýmislegt mátti m.a. sá þessar ábendingar:

-Mini Smáralind í Vogum.

-Hafa Laser Tag.

-Bíó í Vogana.

-Láta koma “sonna” Kringlu svo maður geti verslað “kommonn”.

-Láta koma Subway stað og þá vilja allir þrífa umhverfið.

-Að það komi Subway því þá vil ég taka til.

-Leyfa litlu krökkunum að fá Subway.

-Gera stærri sundlaug og rennibraut, frítt fyrir undir 22 ára – í Jesú nafni amen.

-Setja stóra kúlu yfir Vogana eins og í Simpsons Movie.

-Láta heitt vatn renna úr jörðinni svo er kalt vatn (hreint) sem rennur úr slöngu. Á sumrin er það mjög gott að hafa krana til að fylla á vatnsblöðrur og ruslatunnu til að láta afganga af vatnsblöðrunum í ruslið.

-Sól alla næstu viku.

-Gera Þorvald að bæjarstjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/Oddgeir Karlsson: Vogar - Subway staðir, mini-Smáralind, fullt af trjám og setja svo stóra glerkúlu yfir allt saman. Það er málið.