Glerhurðir í Leifsstöð brotna
Tvær glerhurðir brotnuðu í Leifsstöð undir kvöld. Hurðirnar eru í suðurbyggingu Leifsstöðvar, nýju byggingunni. Talið er að sterkur vindur hafi átt þátt í að hurðirnar brotnuðu. Búið er að skipta um glerið og engin teljandi óþægindi urðu vegna þessa tjóns.






