Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gleðilegt nýtt fréttaár!
Laugardagur 1. janúar 2011 kl. 11:42

Gleðilegt nýtt fréttaár!

Víkurfréttir óska Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs árs með þakkir fyrir liðin ár. Árið 2010 var viðburðaríkt ár í fréttum og mannlífi og það gátu lesendur séð á Vikurfréttavefnum sem fagnaði 15 ára afmæli á árinu en prentútgáfan varð 30 ára. Á næstunni munum við greina frá því helsta sem og að kjósa mann ársins 2010 í samvinnu við lesendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það hefur orðið mikil þróun í fréttaþjónustu frá því Víkurfréttavefurinn fór fyrst í loftið. Í upphafi þegar netið var ekki svona ríkur þáttur í lífi fólks var sett efni á vf.is einu sinni í viku en fljótelga breyttist það þó og nokkrum árum síðar var vefurinn orðinn „dagblað“ Víkurfrétta með fjölda frétta á hverjum degi.

Stefnan er halda áfram og gera enn betur en í dag eru að jafnaði um 10-20 fréttir á vf.is alla virka daga en eitthvað minna um helgar. Með góðri samvinnu við lesendur vonumst við til að halda áfram öflugri fréttaþjónustu, þannig að Suðurnesjamenn geti treyst á fréttaflutning vf.is því hér eftir sem hingað til skiptir það miklu máli að íbúar séu í góðu sambandi og láti vita af atburðum og fréttum.

Megi nýtt ár færa okkur gleði og hamingju. Gleðilegt nýtt fréttaár 2011.

Ritstjórn Víkurfrétta.