Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 1. janúar 2002 kl. 00:13

Gleðilegt nýtt ár!

Víkurfréttir á Netinu, eini daglega uppfærði fréttavefurinn á Suðurnesjum, sendir lesendum sínum nær og fjær hugheilar nýársóskir með þökk fyrir árið sem er að líða.

Nýliðið ár er mesta vaxtarár vefsíðu Víkurfrétta. Daglegum lesendum hefur fjölgað um tugi prósenta sem hefur hvatt okkur til frekari dáða á netinu.

Nýtt og gjörbreytt útlit vefsíðunnar mun líta dagsins ljós 2. febrúar nk. eða 02.02.02. kl. 02:02:02

Á síðunni verða einnig fjölmargar nýjungar en við gerum þeim skil þegar þar að kemur.

Starfsfólk Víkurfrétta ehf. þakkar Suðurnesjamönnum og öllum lesendum samskiptin á árinu sem er að líða. Standið áfram með okkur vaktina og látið okkur vita af fréttnæmum atburðum í síma 898 2222 allan sólarhringinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024