Gleðilegt ár!
Nýja árið gekk í gang án teljandi áfalla við sprengjufjör á miðnætti í gær. Nýtt ár tók við með hvítri slæðu sem huldi jörð í morgunsárið.
Víkurfréttir færa Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðilegt ár með þökkum fyrir samstarf og samveru á undanförnum árum.
	
Veðrið var stillt og fallegt á Nýársdag, hvít mjöllin lá yfir og skýin settu svip sinn á stemmninguna.
	


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				