Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Glæsivellir 6 Jólahús Grindavíkur 2012
Glæsivellir 6 er jólahús Grindavíkur árið 2012. Myndir/grindavik.is
Föstudagur 21. desember 2012 kl. 10:44

Glæsivellir 6 Jólahús Grindavíkur 2012

Jólahús Grindavíkur 2012 er Glæsivellir 6 en ábúendur eru Jóhann Guðfinnsson og Jórunn Jórmundsdóttir..

Jólahús Grindavíkur 2012 er Glæsivellir 6 en ábúendur eru Jóhann Guðfinnsson og Jórunn Jórmundsdóttir. Fjölmargar tilnefningar bárust en dómnefndin var einróma í sinni ákvörðun. Víðir Sveins Jónsson kynningarfulltrúi HS Orku færði þeim hjónum verðlaun, myndarlega inneign á rafmagnsreikninginn og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri færði húsráðendum blómvönd frá Grindavíkurbæ.

Húsið þeirra hefur verið eitt best skreytta hús bæjarins um áraraðir. Að sögn Jórunnar hafa þau örlítið dregið úr skreytingum hin síðari ár en fyrir vikið hafa þær notið sín enn betur fyrir vikið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Jorunn Jórmundsdóttir, Jóhann Guðfinnsson og Víðir Sveins.