Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glæsilegur árangur Háaleitisskóla
Þriðjudagur 13. maí 2014 kl. 10:24

Glæsilegur árangur Háaleitisskóla

– í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Nemendur í 5.-7. bekk í Háaleitisskóla hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi fyrir Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda undir leiðsögn Jóns Bjarka, nemanda í tæknifræði hjá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. 
 
Háaleitisskóli, Keilir og Kadeco hafa verið í samstarfi í vetur um að efla nýsköpun á Ásbrú meðal grunnskólanemenda með því að taka höndum saman og gera nemendum Háaleitisskóla kleift að taka þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. 
 
Verkefnið hefur gengið vonum framar og hefur einn nemandi skólans, Gísli Freyr Björnsson, verið valinn einn af 45 þátttakendum keppninnar til að taka þátt í vinnusmiðju á vegum Nýsköpunarkeppninnar. 
 
Alls tóku þátt 1800 nemendur af landinu þátt í keppninni í ár og einungis 45 nemendur fá tækifæri til að útfæra sína hugmynd enn frekar. Vinnusmiðjan er haldin í húsnæði Háskólans í Reykjavík.
 
Til stendur að útfæra þessa reynslu frekar og hafa hana árvissa enda nýsköpun öllum mikilvæg.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024