Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glæsilegu Samkaupsmóti lokið
Sunnudagur 12. mars 2006 kl. 15:37

Glæsilegu Samkaupsmóti lokið

Samkaupsmótinu var slitið í dag, en þar komu saman rúmlega 900 krakkar og um 1500 foreldrar og aðstandendur á glæsilegri lokahátíð.

Mótið fór hnökralaust fram að sögn aðstandenda en mótinu lauk formlega með því að allir krakkarnir þökkuðu fyrir sig í einum kór, enda liggur mikil vinna að baki móti sem þessu. Auk þess var Samkaupum, aðalstyrktaraðilum mótsins, þakkað sérstaklega.

Enn er stefnt að því að stækka mótið fyrir næsta ár og er næsta víst að krakkarnir eiga eftir að bíða í ofvæni eftir því.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024