Glæsilegir hádegistónleikar í Listasafninu
Fjölmenni var á hádegistóneikum sem fóru fram í Listasafni Reykjanesbæjar í dag.
Þar sungu Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, og Maríus Sverrisson aríur og söngva úr óperum og söngleikjum sem fjalla um elskendurna Rómeó og Júlíu. Austurríkismaðurinn Kurt Kupecky lék undir á píanó. Þá las Hallgrímur Helgason, listamaður úr þýpingu sinni á Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare.
Hulda Björk söng tvær aríur úr óperum eftir Gounoud og Bellini og Maríus söng Something´s coming, lag Tonys úr West Side Story eftir Leonard Bernstein.
Að lokum sungu þau saman dúettana Tonight og Somwhere, einnig úr West Side Story.
Áhorfendur fögnuðu ákaft í lok sýningar enda var flutningurinn hrífandi og fagmannlegur.
Sýningin var samstarfsverkefni Tónlistarfélags Reykjanesbljar og Íslensku Óperunnar og var styrkt af Hitaveitu Suðurnesja.
VF-myndir/Þorgils Jónsson