Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Glæsilegar nýbyggingar við Bláa lónið
Föstudagur 26. október 2007 kl. 11:30

Glæsilegar nýbyggingar við Bláa lónið

Mikill fjöldi boðsgesta var mætur í gærkvöldi í ný salarkynni Bláa lónsins við formlega opnun nýrra mannvirkja baðstaðarins. Með tilkomu nýbygginganna hafa mannvirki Bláa lónsins tvöfaldast frá árinu 1999 og eru nú 5500 fermetrar að stærð.
Forsetahjónin voru sérstakir heiðursgestir kvöldsins og lagði Ólafur Ragnar Grímsson hornstein að byggingunni og þess sem þau afhjúpuði listaverk eftir Rúrí í glæsilegri og endurbættri verslun Bláa lónsins.
Byggingarinnar eru hinar glæsilegustu þar sem fagurfræðileg hönnun fær að njóta sín í samspili mannvirkjanna við nánasta umhverfi.
Sigríður Sigþórsdóttir hjá VA arkitektum er aðalhönnuður nýbyggingar Bláa Lónsins. Hún hannaði einnig upprunalega baðstaðinn og hlaut Íslensku byggingarlistarverðlaunin fyrir hönnun Lækningalindar Bláa Lónsins.

Mynd: Mikill mannfjöldi var mættur í gær til að að fagna opnun nýbygginga Bláa lónsins. VF-mynd: elg.

Fleiri myndir frá opnuninni má sjá í ljósmyndasafninu hér á vefnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024