Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glæsilegar lóðir lausar til úthlutunar í Grindavík
Fimmtudagur 20. apríl 2006 kl. 13:31

Glæsilegar lóðir lausar til úthlutunar í Grindavík

Nú eru 31 einbýlishúsalóð laus til umsóknar í Efrahópi, Efrahóp 1-31 í Grindavík með fyrirvara um staðfest skipulag og er svæðið eitt albesta byggingarland sem Grindavíkurbær hefur boðið upp á. Svæðið sem um ræðir er í brekku norðaustan við Austurhóp, í skjóli frá norðan og austanátt og er gott útsýni frá efstu lóðunum.

Einnig eru nú lóðir fyrir 6 parhús, 6 raðhús með 3 íbúðum og 3 fjölbýlishús lausar til umsóknar í Norðurhópi með fyrirvara um staðfest skipulag. Svæðið sem um ræðir er norðan við Suðurhóp og vestan við Efrahóp og eru umræddar lóðir merktar með sléttum tölum á skipulagsuppdrætti sem er að finna á www.grindavik.is undir Tæknideild.


Einnig er lóðin Laut 16 laus til umsóknar fyrir 2 hæða fjölbýli með allt að 12 íbúðum.

Einnig eru nokkarar lóðir lausar undir atvinnuhúsnæði og hesthús og er allar nánari upplýsingar að finna á www.grindavík.is

Umsóknir þurfa að berast fyrir þann 28.apríl næstkomandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024