Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Glæsileg veðurspá fyrir laugardaginn á Suðurnesjum
Föstudagur 26. júní 2009 kl. 19:43

Glæsileg veðurspá fyrir laugardaginn á Suðurnesjum

Suðurnesjamenn þurfa ekki að fara í sveitaferð um helgina frekar en þeir vilja, því veðurspáin fyrir Suðurnes er með glæsilegasta móti eins og sjá má á meðfylgjandi veðurkorti af vef Veðurstofu Íslands

Þar segir í spá fyrir morgundaginn, laugardaginn 27. júní:

Hægviðri eða hafgola. Skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast í uppsveitum.

Á sunnudag:
Hæg austlæg átt eða hafgola, skýjað með köflum og sums staðar dálítil súld við ströndina. Hætt við síðdegisskúrum. Hiti 15 til 20 stig inn til landsins en svalara við sjóinn.

Á mánudag:
Hæg austlæg átt. Rigning eða súld vestantil á landinu en þokuloft með austurströndinni en bjartviðri inn til landsins. Hiti 15 til 20 stig inn til landsins en 8 til 12 við sjóinn.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt og fremur hlýtt, einkum norðaustanlands. Rigning öðru hverju S- og V-lands, annars úrkomulítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024